Ástundun og viðvera

Á hverjum degi merkja kennarar við ástundun nemenda, bæði viðveru og aðra ástundun. Nemendur og foreldrar geta séð merkingarnar jafn óðum á www.mentor.is. Einnig eru skráningarnar teknar saman vikulega og sendar til foreldra í tölvupósti. 

Gefin er sérstök skólasóknareinkunn tvisvar á vetri, ein einkunn fyrir áramót og önnur einkunn eftir áramót. Nemandi byrjar skólaárið með skólasóknareinkunnina 10. Óheimilar fjarvistir og seinkomur hafa lækkandi áhrif á skólasóknareinkunnina og  einkunnin kann því að lækka eftir því sem líður á skólaárið. Hana er þó hægt að hækka aftur með því að gera samning um bætta viðveru. Við árslok er endanleg skólasóknareinkunn ljós og birtist hún á vitnisburði haustsins (sem er birtur í janúar/febrúar). Eftir áramót uppfærist skólasóknareinkunnin aftur í 10. 

Undir ástundun teljast ýmsir aðrir þættir sem við teljum mikilvægt að skrá fljótt og örugglega og að nemendur og foreldrar séu upplýstir um jafn óðum. Algengasta færsluheitið er líklega vinnur mjög vel en einnig má nefna sýnir frumkvæði, lítt virk(ur) og vantar gögn sem ágæt dæmi. Til stendur að endurútfæra vinnueinkunn sem mun byggja á þessum skráningum. 

Prenta | Netfang