Sundurliðun einkunna á Mentor.is

Við annarlok birtast jafnan tvær einkunnir á vitnisburði nemenda í flestum bóklegum námsgreinum. Nemendur og foreldrar geta séð þessar einkunnir sundurliðaðar inni í Mentor.is á flipa lengst til hægri sem heitir Verkefnabækur. Ýmsir þættir sem vega til einkunnar birtast jafnt og þétt í verkefnabókum á hverri önn.

Staða í námi – sundurliðun í verkefnabók

Einkunnin staða í námi skal endurspegla getu í faginu. Undanfarna vetur höfum við leitast við að sundurliða þá einkunn og byggir hún yfirleitt á prófum, ritgerðum og ýmsum verkefnum.

Vinnueinkunn – sundurliðun í verkefnabók

Vinnueinkunn byggir á ástundun og leiðarbókarskrifum. Vinnueinkunn er sundurliðuð í vaxandi mæli í verkefnabókum. Í því felst m.a að færa mánaðarlega inn einkunn fyrir vinnusemi/ástundun. Dæmigerð verkefnabók fyrir vinnueinkunn á haustönn gæti innihaldið eftirfarandi sundurliðun:

Verkefni Vægi Einkunn
Ástundun september    26,7%        ?
Ástundun október 26,7%
Ástundun nóvember 26,7%
Leiðarbók 20%
Alls 100%

Sundurliðuninni er ætlað að gera námsmatið gagnsærra og veita nemendum aðhald. 

Sjá nánar um námsmat á sérstakri síðu þar um

 

Prenta | Netfang