Verkefnaskil

Reglur um skil á verkefnum

Markmið reglnanna er að tryggja jafnræði milli nemenda, veita þeim eðlilegt aðhald og vinna gegn frestunaráráttu. Reglurnar gilda í öllum árgöngum nema hvað regla 3 gildir bara í 9. og 10. bekk. 

1.  Sérhvert verkefni sem gildir til stöðu í námi skal eiga sér skilafrest. Helstu fyrirmæli með verkefni, skilamáti og skilafrestur skulu tilgreind í heimanámshluta mentor.is, a.m.k. viku fyrir skiladag. Viku fyrir skiladag skal einnig búa til verkefnabók fyrir verkefnið sem birtist foreldrum.

2. Þegar skilafrestur er útrunninn gerir viðkomandi kennari eftirfarandi:
  1. setur einkunnina 0 inn í verkefnabók hjá þeim sem hafa ekki enn skilað.
  2. sendir tölvupóst á foreldra þeirra nemenda sem hafa ekki enn skilað.
3. Einkunn nemanda sem skilar verkefni seint skal lækka um 0,5 fyrir hvern byrjaðan sólarhring frá skilafresti. Þó skal ekki lækka meira en 2,0 samtals. Hér er um að ræða einkunn fyrir viðkomandi verkefni.

4.  Að jafnaði skal miða við að verkefni hafi verið skilað eigi síðar en viku eftir auglýstan skilafrest.  Eftir það er kennara heimilt að taka ekki við verkefni.  Dæmi: ef skiladagur er á miðvikudegi 1. nóvember þá getur nemandi skilað í síðasta lagi miðvikdaginn 8. nóvember.

5.  Undantekning frá þessum reglum eru veikindi sem tilkynnt eru af foreldrum samdægurs. Í þeim tilfellum ber nemanda að hafa samband við kennara sama dag og hann mætir í skólann og fá að vita hvernig hann skuli bera sig að. Ef nemandi missir af verkefnaskilum vegna veikinda, en hefur ekki samband við viðkomandi kennara daginn sem hann mætir í skólann, þá er það á ábyrgð nemandans.

6.  Fái nemandi leyfi sem hefur áhrif á verkefnaskil skal hann semja fyrirfram við viðkomandi kennara, að öðrum kosti gilda reglurnar óbreyttar.

 

Prenta | Netfang