Þverfagleg verkefni - samþætting

Samvinna námsgreina í afmörkuðum verkefnum hefur um árabil verið eitt af flaggskipum náms í Laugalækjarskóla. Í þessu samhengi ræðum við jöfnum höndum um verkefnamiðað nám (project based learning, PBL), þverfaglegt nám og samþætt nám. Verkefnin ná til fleiri en einnar námsgreinar sem gefur tækifæri til að færa námið nær reynsluheimi barna en ella. Fjölmörg samþætt verkefni eru unnin á hverju skólaári. Flest þeirra eru unnin í upplýsingaveri skólans þar sem tölvunotkun og heimildarýni lærast samhliða verkefnunum. Uppruni verkefnanna á síðan einatt rætur sínar í einni eða fleiri faggreinum utan upplýsingamenntar. Þessi verkefnavinna er vaxandi að umfangi og kröfum eftir aldri nemenda nær hámarki með mjög umfangsmiklu lokaverkefni að vori í 10. bekk.

Sýnishorn af verkefnum má sjá hér á vefnum í valmyndinni Nám -> Verkefni nemenda. Kennsluáætlanir í hverju fagi gefa einnig vísbendingar um einstök verkefni. 

 

Prenta | Netfang