Skip to content

Námsráðgjafi er starfandi við Laugalækjarskóla. Hann vinnur bæði að einstaklings- og hópráðgjöf. Nemendur geta leitað til námsráðgjafans að eigin frumkvæði og einnig geta foreldrar haft samband í síma skólans, sent tölvupóst eða komið í heimsókn. Fyllsta trúnaðar er gætt.

Námsráðgjafi hefur einnig samband við foreldra að fyrra bragði og vinnur í nánu samstarfi við þá eftir því sem við á. Hann hefur samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan skólans s.s. sérkennara, talkennara, skólahjúkrunarfræðing og skólasálfræðing; hann vísar málum til þeirra eftir því sem við á. Námsráðgjafi situr í nemendaverndarráði.

Guðrún Björg Karlsdóttir er námsráðgjafi Laugalækjarskóla. Hún er almennt við á skólatíma, mánudaga til fimmtudaga.