Skip to content

Í Laugalækjarskóla er starfandi nemendaverndarráð í samræmi við grunnskólalög og reglur um nemendaverndarráð. Í því sitja skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, stjórnandi stoðkennslu, sálfræðingur og félagsráðgjafi ef óskað er eftir.

Hlutverk ráðsins er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur á sviðum heilsugæslu, námsráðgjafar og sérfræðiþjónustu. Kennarar vísa málum til ráðsins. Þeir hafa tilkynningarskyldu við ráðið ef þeir hafa grun um vanrækslu gagnvart nemanda.