Frístundastarf í Laugó
Félagsstarf í Laugalækjarskóla er bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Félagsmiðstöðin Laugó er staðsett í húsnæði skólans og er hún hjartað í félagslífinu. Laugalækjarskóli og Laugó eiga með sér ákaflega farsælt samstarf um félagsstarf nemenda og starfrækja tvö nemendaráð í sameiningu - eitt fyrir 8. - 10. bekk og eitt fyrir 7. bekk.
Nemendaráðin hafa mikið að segja um félagsstarfið. Reynt er að byggja mikið á hugmyndum nemenda og þess gætt að sem flestir fái hlutverk við alla framkvæmd starfsins. Fjölmargar nefndir og ráð starfa árlega á vegum nemendaráðs 8. - 10. bekkjar og sér ráðið um að manna þær nefndir og halda þeim gangandi. Ennfremur er lögð áhersla á að varðveita þekkingu í nemendahópnum þannig að þeir yngri læri af þeim eldri.
Þegar tekið er þátt í stærri verkefnum eins og Skrekk, spurningakeppnum og ræðukeppnum fá nemendur hlutverk við að stjórna og þjálfa eftir því sem kostur er, þó ávallt sé leiðsögn hinna fullorðnu skammt undan.

Útivistartími
1. sept. - 30. apríl (úti til kl. 20:00/22:00)
1. maí - 31. ágúst (úti til kl. 22:00/24:00)