Skip to content

Almennar upplýsingar

8. 10. bekkur

Nemendráð starfar í þágu barna- og unglinga í 8. -10. bekk í Laugalækjarskóla. Ráðið skiptist meðal annars í:

  • Skreytingaráð
  • Sjoppuráð
  • Tækniráð
  • Fjármálaráð
  • Auglýsingaráð

Öll þessi ráð vinna saman að undirbúning og útfærslu viðburða á vegum skólans og félagsmiðstöðvar.
Allir nemendur eiga möguleika á að komast í nemendráðið þar sem þeir geta valið sér það sem valgrein.

 

7. bekkur

Nemendaráð 7. bekkjar Laugalækjarskóla er starfrækt í öflugu samstafi við félagsmiðstöðina Laugó. Ráðið er opið ráð sem þýðir að öllum er velkomið að sækja auglýsta fundi ráðsins og taka þátt í starfssemi þess. Þess vegna er ráðið breytilegt á milli funda eftir áhugasviði ungmennanna. Helstu verkefni ráðsins eru skipuleggja og halda böll og árshátíð fyrir 7. bekk. Auk þess hefur ráðið mikil áhrif á dagskránna í félagsmiðstöðinni. Ráðið fundar tvisvar í mánuði og oftar þegar nær dregur viðburði. Þátttaka í ráðinu hefur verið mjög góð síðustu ár en allt uppí 20 ungmenni hafa sótt fundi 7. bekkjarráðsins. Stefnt er á að auka umsvif ráðsins á næstunni og gefa ráðinu aukin tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri. 

 

Tara Brynjarsdóttir stýrir störfum nemendaráðsins í samstarfi við Laugó og er jafnframt tengiliður við starfsmenn.

Fréttir úr starfi

Nemendur í Laugalækjarskóla koma sinni skoðun á framfæri

Börn í Laugardalnum fengu í dag tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri um hvað megi betur fara í þeirra hverfi. Íþróttahús og bætt umhverfi voru…

Nánar