Skip to content

Ef brunaviðvörunarkerfi skólans fer í gang skal unnið að rýmingu á eftirfarandi máta.

 • Aðgerðahópur sem í eru skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, verkefnisstjóri í upplýsingaveri, skólaliðar, skrifstofumaður, matreiðslumaður og umsjónarmaður skólahúsnæðis fara að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis við aðalinngang skólans og kanna hvaðan brunaboðið kemur – stöðva vælu.
 • Kennarar skipa nemendum í röð eftir stafrófi og taki til gögn sem þarf að nota ef rýmt verður. Tveir fulltrúa úr aðgerðahópi fara á slysstað og kanna ástand. Farið í næsta innanhússsíma eða hringt úr GSM-síma á skrifstofu skólans og tilkynnt um næstu skref – falsboð eða rýma.
 • Ef það er eldur þarf að rýma skólahúsnæðið – sá sem er næst brunastað hringir í 112 – jafnframt lætur hann skrifstofu vita að hann hafi hringt í 112. Ef um falsboð er að ræða er látið vita að hættuástand sé liðið hjá. Sá sem er við síma á skrifstofu lætur Öryggismiðstöðina vita.
 • Ef þarf að rýma skólann undirbúa kennarar rýmingu á kennslustofum. Kennarar fara eftir ákveðnum leiðbeiningum sem er að finna í öllum kennslustofum.
  Nemendur yfirgefa ekki kennslustofu fyrr en kennari hefur fengið skilaboð um slíkt og að útgönguleiðin sé greið. Hver kennari er ábyrgur fyrir þeim bekk/hóp sem hann er að kenna þegar hættuástand skapast. Þegar kennslustofa er yfirgefin þarf hann að muna eftir nafnalistanum og læsa. Ætíð skal velja þann neyðarútgang sem er næstur. Teikningar af útgönguleiðum eru á göngum skólans.
 • Þegar komið er út á söfnunarsvæðin er mjög mikilvægt að nemendur standi í stafrófsröð hjá sínu bekkjarmerki - kennari fer yfir nafnalistann og kannar hvort allir séu komnir út. Kennari kemur síðan upplýsingum um stöðuna til umsjónarmanns söfnunarsvæðis með því að veifa rauðu spjaldi ef einhvern vantar.
 • Slökkviliðið kemur á staðinn. Umsjónarmaður söfnunarsvæðis kemur upplýsingum um stöðuna til slökkviliðs.

 

Viðbrögð við eldsvoða

 • Leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara
  Þegar brunaviðvörunarkerfið fer í gang raða nemendur sér í stafrófsröð í stofunni. Kennari og nemendur bíða frekari fyrirmæla.
 • Ef rýma þarf skólann þarf að athuga hvort leiðin út sé greiðfær. Ef eldur er mikill þá getur þurft að bíða í kennslustofu – hurðir að kennslustofum eru öryggishurðir sem þola mikinn hita.
 • Ef aðstæður eru þannig þá taka nemendur með sér yfirhafnir og skó. Æskilegt er að nemendur temji sér þann góða sið að vera í inniskóm.
 • Nemendur ganga í röð á eftir kennara sínum út á söfnunarsvæði. Bannað er að hlaupa og vera með óþarfa hávaða. Kennari þarf að muna eftir nafnalista og muna að loka og læsa hurðum þegar kennslustofa er yfirgefin.
 • Þegar nemendur eru komnir út á söfnunarsvæðið mynda þeir tvöfalda röð undir sínu bekkjarheiti – umsjónarkennari/kennari fer yfir nafnalistann og aðgætir hvort allir nemendur hafi komið út.
 • Kennari tilkynnir stöðuna til umsjónarmanns söfnunarsvæðis – veifar rauðu spjaldi ef einhvern vantar.
 • Skólaritari mætir með fjarvistabókina og ber saman við viðveruskrá kennara.

Ef um falsboð er að ræða er mjög mikilvægt að kennari noti tækifærið og ræði við nemendur um mikilvægi brunavarna og fari vel yfir rýmingaráætlunina með nemendum sínum.

 

Söfnunarsvæði beggja húsa

Á boltavöll á milli skólahús og Leirulækjar.

Umsjónarmaður með 7. og 8. bekk – fulltrúar í aðgerðahóp

Umsjónarmaður með 9. og 10. bekk – fulltrúar í aðgerðahóp