Skip to content

Skólasálfræðingar vinna að ráðgjöf við kennara, skólastjórnendur, nemendur og foreldra. Í starfi sínu vinna þeir samkvæmt beiðni skóla eða foreldra. Þeir vinna einnig að forvarnarstarfi, m.a. með athugun og greiningu á vanda nemenda sem eiga í sálrænum og / eða félagslegum erfiðleikum sem hafa áhrif á nám þeirra og aðlögun. Þá gera þeir tillögur um úrbætur.

Sálfræðingur skólans hefur aðsetur á þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Hann starfar með nemendaverndarráði en einnig er hægt að hafa samband við hann beint síma 411 1500. Foreldrar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu ef þörf krefur.