Skip to content

Ungmennabúðir UMFÍ hófu starfsemi sína í janúar árið 2005 að Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. Árlega koma um 1.800 ungmenni í búðirnar. Árið 2019 fluttu búðirnar starfsemi sína í gömlu íþróttamiðstöðinni á Laugavarvatni í Bláskógabyggð.

Viðburðir eru í formi námskeiða sem tengjast meginstoðum UMFÍ. Meginstoðirnar eru menning, útivist, hreyfing og félagsfærni. Markmiðið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi.

Skólabúðirnar eru með sína eigin heimasíður sem hægt er að finna hér.