Skip to content

Hér að neðan eru skólareglur fyrir Laugalækjarskóla og viðurlög við þeim. Þar er gengið út frá beitingu vægustu viðurlaga í fyrstu atrennu, en skólinn áskilur sér rétt til að beita þyngri viðurlögum strax ef aðstæður krefjast. Jafnframt áskilur skólinn sér rétt til að virkja aðrar stofnanir Reykjavíkurborgar til aðstoðar ef þörf krefur, og fylgir þá sérstökum verklagsreglum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og Velferðarsviðs Reykjavíkur.

Reglurnar eru skrifaðar á grunni grunnskólalaga frá 2008 og reglugerða sem fylgdu í kjölfarið.

Leiðarljós

Samskipti í skólanum skulu almennt byggjast á virðingu, jafnrétti  og tillitsemi.
Nemendur taki tillit til séreinkenna og sérþarfa hvers annars og stuðli að jafnrétti meðal nemenda.

1. Nemendur bera ábyrgð á eigin námi og virðingu fyrir námi annarra.Nám er vinna.

 1. Nemendur mæta reiðubúnir í kennslustund - hafa lokið heimanámi,  hafa meðferðis ritföng og viðeigandi námsgögn.
 2. Nemendur sinna námi sínu af kostgæfni og nýta kennslustundir til gagns.
 3. Nemendur temja sér stundvísi.  Skólasóknareinkunn birtist í Mentor og eru nemendur og foreldrar hvattir til að skoða hana reglulega.
 4. Nemendur virða vinnufrið annarra nemenda og kennara í kennslustofum.

Regla 1 með viðurlögum

 

2. Nemendur ganga vel um skólann og eigur hans.

 1. Nemendur gæta þess að það ríki vinnufriður á sameiginlegum vinnusvæðum.
 2. Nemendur bíða í röð þangað til kemur að þeim þar sem það á við.
 3. Í kennslustofum og öðru rými ganga nemendur frá eftir sig og skilja við á snyrtilegan hátt.
 4. Nemendur raða skóm í skóhillur og hengja yfirhafnir á snaga við sína umsjónastofu.

Regla 2 með viðurlögum

 

3. Laugalækjarskóli er farsímalaus skóli

 1. Notkun farsíma, vasahljómflutningstækja og tölvuleikja er ekki leyfð í kennslustofum.
 2. Undir þetta fellur netnotkun sem gagnast ekki til vinnu.
 3. Myndataka og hljóðritun er óheimil í skólanum án leyfis.
 4. Myndir eða myndskeið sem tekin eru af starfsmönnum eða nemendum skólans er óheimilt að birta á netinu eða dreifa á annan hátt, án leyfis.

Regla 3 með viðurlögum

 

4.  Nemendur temja sér hollustu og snyrtimennsku við neyslu matar og drykkjar.

 1. Nemendur neyti matar og drykkjar í matsal.
 2. Neysla gosdrykkja/orkudrykkja og sælgætis er ekki leyfð í húsnæði skólans á skólatíma.
 3. Notkun tóbaks, áfengis og fíkniefna er ekki leyfð, hvar sem nemendur eru á vegum skólans.

Regla 4 með viðurlögum