Mötuneyti

Laugalækjarskóli starfrækir mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk. Nemendur eru í áskrift frá mánuði til mánaðar og fara skráning og afskráning fram á Rafrænni Reykjavík. Matseðill er ennfremur birtur mánaðarlega á vef skólans, sjá flýtileið í valmynd hér til vinstri. Lögð er áhersla á bæði hollan og fjölbreyttan matseðil. 

Öllum nemendum er boðið upp á ókeypis hafragraut í morgunfrímínútum - óháð mataráskrift. 

Kokkur skólans er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og honum til aðstoðar eru bæði starfsmenn og nemendur. 

Verðlagning máltíða og innheimta greiðslu fer fram miðlægt í gegnum skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar er að finna á vef borgarinnar.

Prenta | Netfang