Skip to content

Starfsáætlun Laugalækjarskóla skólaárið 2019-2020

Hér í starfsáætlun skólaársins er að finna allar helstu uppAdvancedlýsingar um starfsemi Laugalækjarskóla veturinn 2019 - 2020.   Umfjöllun um hvert atriði er gjarnan að finna á nálægum vefsíðum og lesandanum er jafnharðan vísað á þær. Starfsáætlunin er því ágætis upphafsreitur fyrir þann sem vill fá góða yfirsýn yfir skólastarfið í vetur.

Grunnupplýsingar um skólann
Í valmyndinni Skólinn má finna upplýsingar um opnunartíma og hlutverk skrifstofu, um fjölda nemenda, kennara og starfsmanna, nöfn starfsfólks og netföng þeirra, viðtalstíma, trúnaðarmenn, rýmingaráætlun og fleira.

Skóladagarnir
Skóladagurinn byrjar kl. 8:30. Skóladagurinn stendur mislengi, bæði eftir aldri og valgreinum. Nemendur eru gjarnan búnir kl. 14:40 en um kl. 13:20 á föstudögum. Sjá nánar á síðu um stundafjölda og stundaskrá.

Af skóladagatali má lesa upplýsingar um upphaf og endi skólaársins, kennsludaga, samstarfsdaga, leyfi og fleira sem tilheyrir starfsáætlun skólans. Fyrir nemendur eru þetta 170 heilir skóladagar (hvítir) og 10 dagar þar sem dagskrá er skert að einhverju leyti (gulir). Leyfi nemenda eru táknuð með dökkbláum lit, nema samstarfsdagar kennara sem eru táknaðir með rauðum lit.

Vissara er að árétta eftirfarandi viðburði og dagsetningar, í tímaröð:

 • Skólasetning er fimmtudaginn 22. ágúst.
 • Námskynningar eru miðvikudaginn 11. september, nánari upplýsingar eru sendar foreldrum í tölvupósti.
 • Samræmd könnunarpróf í 7. bekk eru fimmtudaginn 19. september (íslenska) og föstudaginn 20. september (stærðfræði).
 • Fimmtudagurinn 17. október er umsjónardagur/möppudagur. Nemendur mæta í skólann skv. fyrirmælum umsjónarkennara. Dagurinn er "skertur" dagur, stundaskrá er ekki fylgt og viðvera nemenda fer að einhverju leyti eftir verkefnastöðunni hjá hverjum og einum.
 • Fyrstu foreldraviðtöl vetrarins verða miðvikudaginn 23. október. Viðtölin verða með hefðbundnu sniði, nemandi og foreldrar koma saman til umsjónarkennara.
 • Vetrarleyfi að hausti er fimmtudaginn 24. október, föstudaginn 25. október og mánudaginn 28. október.
 • Þann 29. október er samstarfsdagur kennara, nemendur eiga leyfi þann dag.
 • Föstudaginn 23. nóvember er undirbúningsdagur kennara. Nemendur eiga frí þann dag.
 • Sérstök dagskrá verður allra síðustu dagana fyrir jólaleyfi. 18. og 19. desember verða haldnir jólaleikar skólans, sérstök námsdagskrá þar sem nemendur vinna í hópum þvert á árganga. Jólaböll skólans og félagsmiðstöðvarinnar Laugó verða um kvöldið 19. desember.
 • Þann 20. desember verða hefðbundin stofujól og hátíðarkaffi, eftir það hefst jólaleyfi nemenda.
 • Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4. janúar. Miðvikudagurinn 3. janúar er samstarfsdagur kennara. Nemendur eiga frí þann dag.
 • Þriðjudagurinn 14. janúar er möppudagur/umsjónardagur. Nemendur mæta í skólann skv. fyrirmælum umsjónarkennara. Dagurinn er "skertur" dagur, stundaskrá er ekki fylgt og viðvera nemenda fer að einhverju leyti eftir verkefnastöðunni hjá hverjum og einum.
 • Foreldraviðtöl eru mánudaginn 20. janúar. Viðtölin verða með hefðbundnu sniði, nemandi og foreldrar koma saman til umsjónarkennara.
 • Árshátíðir nemenda verða 19. og 20. febrúar. Gera má ráð fyrir einhverju uppbroti í árshátíðarvikunni.
 • Miðvikudagurinn 26. febrúar er öskudagur. Dagurinn er gulur á skóladagatalinu, "skertur" dagur. Gera má ráð fyrir að skólahaldi ljúki um hádegisbil.
 • Vetrarleyfi nemenda og starfsmanna er föstudaginn 28. febrúar og mánudaginn 2. mars.
 • Þriðjudagurinn 3. mars er samstarfsdagur kennara, nemendur eiga frí þann dag. Nemendur mæta í skólann eftir vetrarleyfi 4. mars.
 • Miðvikudaginn 18. mars eru foreldraviðtöl, nú með opnu sniði. Nemendur og foreldrar mæta saman í skólann á þeim tíma sem þeim hentar best, allir kennarar skólans eru til viðtals til kl. 14. Nánari upplýsingar koma til foreldra í aðdragandanum.
 • Samræmd könnunarpróf í 9. bekk verða þriðjudaginn 10. mars (íslenska), miðvikudaginn 11. mars (stærðfræði) og fimmtudaginn 12. mars (enska). Sjá nánar á vef MMS
 • 9. bekkur fer í Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ að Laugarvatni vikuna 30. mars - 3. apríl.
 • Síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi er föstudagurinn 3. apríl  og fyrsti kennsludagur eftir páskaleyfi er þriðjudagurinn 14. apríl.
 • 7. bekkur fer í Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði vikuna 18.  til 22. maí.
 • Möppudagur verður föstudaginn 29. maí.
 • Afhending vitnisburðar fyrir 7. - 9. bekk og foreldraviðtöl eru fimmtudaginn 4. júní. Þá er einnig prófsýning fyrir 10. bekk.
 • Brautskráning 10. bekkjar er föstudaginn 7. júní. Þá er einnig prófsýning fyrir nemendur í 7. - 9. bekk.

Stefna skólans, mat á skólastarfinu og skólaþróun

Undir valmyndinni Skólinn -> Stefna skólans erum við að safna efni sem tengist stefnu skólans, þróun skólastarfsins og mati á skólastarfinu. Reykjavíkurborg hefur nýlega endurskoðað menntastefnu sína. Stefnan nefnist Látum draumana rætast og kom út á fyrri hluta ársins 2019. Fyrir höndum liggur það verkefni að endurskoða stefnu Laugalækjarskóla á grunni nýrrar menntastefnu og svo endurskoða mat á skólastarfinu í kjölfar stefnumótunarvinnunnar.

Skólanámskrá

Efni sem tilheyrir skólanámskrá er bæði að finna undir valmyndinni Skólinn-Stefna skólans og svo undir valmyndinni Nám og kennsla. Þar má m.a. finna almennar áherslur í kennsluháttum, kennsluáætlanir í einstaka greinum, áherslur í námsmati og upplýsingar um valgreinar skólaársins. Þar má einnig finna stundafjölda í námsgreinum og tímasetningar á skóladeginum.

Með sínum aðgangi að Mentor.is geta nemendur og foreldrar séð allar helstu upplýsingar um stundatöflu hvers nemanda, ástundun hans, námsframvindu og upplýsingar um heimanám.

Skólareglur

Í skólareglum Laugalækjarskóla má greina áherslur skólans hvað varðar nám, heilsu og hegðun. Einnig eru þar skýr viðurlög við reglubrotum. Sérstakar verklagsreglur skóla- og frístundasviðsfrístundasviðs tengjast skólareglunum.

Stoðþjónusta og stuðningur við nám

Upplýsingar um stoðþjónustu skólans er að finna undir valmyndinni Stuðningur. Þar er er m.a. að finna umfjöllun um námsstuðning, heilsugæslu, nemendaverndarráð, sálfræðiþjónustu, áfallaráð, og náms- og starfsráðgjöf. Umfjöllun um einelti og áætlun gegn einelti er að finna á sérstakri síðu.

Félagslíf

Laugalækjarskóli og Félagsmiðstöðin Laugó standa saman að nemendaráðum sem skipuleggja félagslíf skólans. Það samanstendur af reglulegu starfi á opnunartíma félagsmiðstöðvar og einstökum viðburðum þess utan.

Vakin er athygli á því að félagsmiðstöðin er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir Frístundamiðstöðina Kringlumýri.

Foreldrar

Í valmyndinni Foreldrar er að finna upplýsingar um hvernig sækja skal um leyfi, foreldrafélag, bekkjarfulltrúa, viðbrögð við óveðri og fleira.

Stjórnun skólans og skólaráð

Í valmyndinni Skólinn -> Almennar upplýsingar -> Stjórnun má sjá nöfn stjórnenda skólans og netföng þeirra. Þar er einnig að finna skipurit skólans. Valmyndin Skólinn -> Almennar upplýsingar -> Starfsmenn inniheldur upplýsingar um alla starfsmenn skólans hverju sinni.

Upplýsingar um skólaráð er að finna í valmyndinni Skólinn -> Stefna skólans -> Skólaráð. 

Ef lesandi óskar frekari upplýsingar um skólastarfið skólaárið 2019 - 2020 má hafasamband við okkur undirrituð.

Jón Páll Haraldsson skólastjóri og Sólveig Hrafnsdóttir aðstoðarskólastjóri.
(jon.pall.haraldsson@rvkskolar.is og solveig.hrafnsdottir@rvkskolar.is)