Starfsáætlun 2017-2018

Hér á vef skólans er að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi Laugalækjarskóla veturinn 2017 - 2018; til að forðast tvítekningu er gjarnan vísað á vef skólans. Fyrir vikið er þessi starfsáætlunin ágætis upphafsreitur fyrir þann sem vill fá góða yfirsýn yfir skólastarfið.

Grunnupplýsingar um skólann

Í valmyndinni Skólinn má finna upplýsingar um opnunartíma og hlutverk skrifstofuum fjölda nemenda, kennara og starfsmannanöfn starfsfólks og netföng þeirraviðtalstímatrúnaðarmennrýmingaráætlun og fleira.

Skóladagar

Haustið 2017 verður byrjun skóladagsins áfram kl. 8:30 eins og veturinn á undan. Skóladagurinn stendur mislengi, bæði eftir aldri og valgreinum. Nemendur eru gjarnan búnir kl. 14:40 en um kl. 13:20 á föstudögum.

Af skóladagatali má lesa upplýsingar um upphaf og endi skólaársins, kennsludaga, samstarfsdaga, leyfi og fleira sem tilheyrir starfsáætlun skólans. Fyrir nemendur eru þetta 170 heilir skóladagar (hvítir) og 10 dagar þar sem dagskrá er skert að einhverju leyti (gulir), leyfi nemenda eru táknuð með ýmsum litum.  

Vissara er að árétta eftirfarandi viðburði og dagsetningar, í tímaröð:

 • Skólasetning er þriðjudaginn 22. ágúst.
 • Námskynningar verða miðvikudaginn 6. september, nánari upplýsingar verða sendar foreldrum í tölvupósti. 
 • Samræmd könnunarpróf í 7. bekk eru fimmtudaginn 21. september (íslenska) og föstudaginn 22. september (stærðfræði). 
 • Fyrstu foreldraviðtöl vetrarins verða miðvikudaginn 27. september. Viðtölin verða með hefðbundnu sniði, nemandi og foreldrar koma saman til umsjónarkennara.
 • Vetrarleyfi að hausti er fimmtudaginn 19. október, föstudaginn 20. október og mánudaginn 23. október. 
 • Þann 24. október er undirbúningsdagur kennara en þá mæta nemendur ekki í skólann.  
 • Möppudagur haustannar er miðvikudaginn 15. nóvember.
 • Mánudagurinn 20. nóvember er undirbúningsdagur kennara. Nemendur eiga frí þann dag.
 • Foreldraviðtöl eru þriðjudaginn 21. nóvember. Foreldraviðtölin eru með opnu sniði, allir kennarar eru til viðtals og nemendur og fjölskyldur geta því gengið um skólann og heimsótt þá kennara sem koma að námi nemandans. 
 • Sérstök dagskrá verður allra síðustu dagana fyrir jólaleyfi. Þá verða haldnir jólaleikar skólans, sérstök námsdagskrá þar sem nemendur vinna í hópum þvert á árganga. Jólaböll skólans og félagsmiðstöðvarinnar Laugó verða um kvöldið 19. desember. Þann 20. desember verða hefðbundin stofujól og hátíðarkaffi, eftir það hefst jólaleyfi nemenda.  
 • Miðvikudagurinn 3. janúar er undirbúningsdagur kennara. Nemendur eiga frí þann dag. 
 • Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4. janúar. 
 • Möppudagur verður á öskudaginn sem er miðvikudagurinn 14. febrúar. 
 • Vetrarleyfi er fimmtudaginn 15. febrúar og föstudaginn 16. febrúar. 
 • Foreldraviðtöl eru miðvikudaginn 21. febrúar. Viðtölin verða með hefðbundnu sniði, nemandi og foreldrar koma saman til umsjónarkennara.
 • Föstudagurinn 2. mars er undirbúningsdagur kennara. Nemendur eiga frí þann dag.
 • Samræmd könnunarpróf í 9. bekk verða miðvikudaginn 7. mars (íslenska), fimmtudaginn 8. mars (stærðfræði) og föstudaginn 9. mars (enska). 
 • Árshátíðir nemenda verða í mars og gera má ráð fyrir einhverju uppbroti í árshátíðarvikunni.
 • Síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi er föstudagurinn 23. mars og fyrsti kennsludagur eftir páskaleyfi er þriðjudagurinn 3. apríl.
 • Áætlað er að 7. bekkur fari í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði vikuna 16.  til 20. apríl.
 • Áætlað er að 9. bekkur fari í skólabúðirnar að Laugum í Sælingsdal vikuna 30. apríl - 4. maí.
 • Möppudagur verður fimmtudaginn 1. júní.
 • Afhending vitnisburðar fyrir 7. - 9. bekk og foreldraviðtöl eru miðvikudaginn 6. júní. 
 • Brautskráning 10. bekkjar er fimmtudaginn 7. júní.  

Stefna skólans, mat á skólastarfinu og skólaþróun

Í valmyndinni Skólinn má finna fjölmörg atriði sem tengjast stefnu skólans og mati og þróun á skólastarfinu. Bæði stefna skólans og matið verða endurskoðaðar á næstunni. 

Skólanámskrá

Efni sem tilheyrir skólanámskrá er einkum að finna á eftirtöldum stöðum:

Skólareglur

Í skólareglum Laugalækjarskóla má greina áherslur skólans hvað varðar nám, lýðheilsu og hegðun. Einnig eru þar skýr viðurlög við reglubrotum. Sérstakar verklagsreglur skóla- og frístundasviðsfrístundasviðs tengjast skólareglunum, þær tengjast einnig stoðþjónustu. 

Stoðþjónusta

Stoðþjónusta skólans er tiltekin í sérstakri valmynd. Þar er er m.a. að finna upplýsingar um námsverheilsugæslunemendaverndarráðsálfræðiþjónustuáfallaráðskólaráð og náms- og starfsráðgjöfUmfjöllun um einelti og áætlun gegn einelti er að finna á sérstakri síðu.

Félagslíf

Laugalækjarskóli og félagsmiðstöðin Laugó standa saman að nemendaráðum sem skipuleggja félagslíf skólans. Það samanstendur af reglulegu starfi á opnunartíma félagsmiðstöðvar og einstökum viðburðum þess utan.

Fyrir foreldra

Í valmyndinni Foreldrar er að finna upplýsingar um hvernig sækja skal um leyfi, um skólaráðforeldrafélagbekkjarfulltrúaviðbrögð við óveðri og fleira. 

Með von um að öllum í skólasamfélaginu reynist auðvelt að finna upplýsingar um það sem að skólastarfinu snýr skólaárið 2017 - 2018. Hafið samband ef ykkur finnst eitthvað vanta.

Jón Páll Haraldsson skólastjóri
Sólveig Hrafnsdóttir aðstoðarskólastjóri.

Prenta | Netfang