
Velkomin á vef
LAUGALÆKJARSKÓLA
Laugalækjarskóli er hverfisskóli fyrir 12-16 ára nemendur Laugarneshverfis, 7. til 10. bekk. Flestir nemendur skólans eru fyrrum nemendur Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 6. bekk. Laugalækjarskóli er einn af grunnskólum Reykjavíkurborgar, heyrir undir Skóla- og frístundasvið og tekur námskrá skólans mið af skólastefnu borgarinnar og framtíðarsýn. Þar er að m.a. finna ríka áherslu á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, skóla án aðgreiningar, góða líðan nemenda, sjálfstæði skóla og gott samstarf við grenndarsamfélag.
Á vef Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar má lesa nánar um stefnu borgarinnar í skólastarfi.
Stærð skólans
Fjöldi nemenda: 326
Fjöldi bekkja: 15
Fastráðnir starfsmenn: 45
Laugalækjarskóli er Réttindaskóli UNICEF
Þann 18. maí 2018 hlaut Laugalækjarskóli viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Við sama tækifæri fengu Laugó -félagsmiðstöð Laugalækjarskóla- og Dalheimar frístundamiðstöð Langholts- og Laugarnesskóla vottanir frá UNICEF sem réttindafrístundir, fyrstar allra frístundamiðstöðva í heiminum.
Stjórnendur skólans
Skólastjóri Laugalækjarskóla er Jón Páll Haraldsson. Netfang: jon.pall.haraldsson@rvkskolar.is
Aðstoðarskólastjóri er Sólveig Hrafnsdóttir. Netfang: solveig.hrafnsdottir@rvkskolar.is
Deildarstjóri er Linda Heiðarsdóttir. Netfang: linda.heidarsdottir@rvkskolar.is
Deildarstjóri stoðþjónustu er Eydís Aðalbjörnsdóttir. Netfang: eydis.adalbjornsdottir@rvkskolar.is