Foreldrar

Námsráðgjafi er talsmaður og trúnaðarmaður nemenda.

  • Foreldrar geta haft samband við námsráðgjafa vegna ýmissa mála sem snerta velferð barnsins. Til dæmis vegna erfiðleika í námi, námsleiða, prófkvíða, persónulegra mála, eineltis, samskiptaerfiðleika, upplýsinga um nám og störf og fleira.
  • Hjá námsráðgjafa er hægt að taka áhugasviðskönnunina Leitaðu sjálfur að starfi og könnunina Námshringurinn sem metur námsvenjur nemenda. Áhugasviðskannanir eru mikilvægt hjálpartæki til að aðstoða nemendur við að taka ígrundaða ákvörðun varðandi nám og störf.
  • Undir tenglinum heimasíður framhaldsskóla er að finna heimasíður framhaldsskólanna í Reykjavík. Þeir eru flokkaðar eftir því hvort skipulag þeirra er bekkjarkerfi eða áfangakerfi. 
  • Undir tenglinum ýmsar upplýsingar er hægt að fá ýmsar upplýsingar sem snerta nám nemenda. Þar er meðal annars hægt að finna upplýsingar um samræmd próf og inntökuskilyrði framhaldsskóla, námstækni, prófkvíða, tónlistarskóla og fleira. 

Prenta | Netfang