Framhaldsskólar

Nám á framhaldsskólastigi greinist á bóknámsbrautir til stúdentsprófs, listnámsbraut, starfsnámsbrautir og almenna námsbraut og sérdeildir. Bóknámsbrautir (náttúrufræði- félags- og málabraut) taka að jafnaði 4 ár og lýkur með stúdentsprófi. Listnámsbraut ( dans, hönnun, myndlist og tónlist) tekur að jafnaði 3 ár. Starfsnám er mjög fjölbreytt og breytilegt að því er varðar skipulagt, umfang og inntak. Námið er verklegt og bóklegt og fer fram í skóla og á vinnustað. Almenn námsbraut er opin öllum nemendum. Nám á brautinni er breytilegt eftir skólum. Innritun á brautir fer eftir reglugerð frá Menntamálaráðuneytinu (sjá nánar undir tenglinum ýmsar upplýsingar)

Bekkjarkerfi
Námið er skipulagt sem heils vetrarnám. Hverjum árgangi er skipt niður í bekki og allir nemendur sama bekkjar stunda nám í öllum valgreinum að valgreinum undanskildum.

Áfangaskólar
Námið er skipulagt til einnar annar í senn. Námsefni er skipt niður í afmarka áfanga sem kenndir eru í eina önn (1/2 námsár) Nemendur sem leggja náms í sama áfanga mynda námshóp.

Fjöltækniskóli Íslands
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Menntaskólinn í Kópavogi
Hraðbraut
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Borgarholtsskóli

 

Prenta | Netfang