Nemendur

Námsráðgjafi skólans er talsmaður og trúnaðarmaður nemenda skólans. Námsráðgjafi er staðsettur á 1. hæð, á móti hjúkrunarfræðingnum. Þú getur leitað til námsráðgjafa til dæmis vegna námsins, námserfiðleika, náms- og starfsvals, kennarana, prófkvíða, samskiptaerfiðleika, eineltis, kvíða, þunglyndis eða annarra persónulegra mála 
 

  • Námsráðgjafi hefur samstarf við ýmsa aðila, t.d. skólastjórnendur, kennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis 
     
  • Hjá námsráðgjafa er einnig hægt að nálgast bæklinga frá framhaldsskólum og fá upplýsingar um nám á framhalds- og háskólastigi. Einnig ýmsa aðra bæklinga sem tengjast m.a. réttindum nemenda, líðan, skiptinemasamtökum og svo framvegis

Hjá námsráðgjafa er m.a. hægt að taka áhugasviðskönnunina Leitaðu sjálfur að starfi og könnunina Námshringurinn sem metur námsvenjur og vinnubrögð hjá nemendum. Áhugasviðskannanir eru mikilvægt hjálpartæki til að aðstoða nemendur við að taka ígrundaða ákvörðun varðandi nám og störf.

 

Prenta | Netfang