Starfslýsing

  • Veita nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og veita nemendum fræðslu um nám, störf og atvinnulíf. Leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.
  • Veita nemendum ráðgjöf í einkamálum, þannig að þeir eiga auðveldara með að ná settum markmiðum í námi.
  • Taka þátt í að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólanum. Undirbúa nemendur undir flutning milli skóla og eða/skólastiga og fylgja þeim inn í framhaldsskóla.
  • Aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf.
  • Sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skóla og aðra starfsmenn Menntasviðs og félagsmiðstöðva.

Námsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra eftir því sem við á. Einnig hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan skólans, sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á. Námsráðgjafi skal gæta þagnarskyldu varðandi málefni skjólstæðinga sinna. Fræðslumiðstöð 1997.

Prenta | Netfang