Skip to content

Hjúkrunarfræðingur sinnir reglubundnu heilbrigðiseftirliti nemenda í skólanum. Auk þess sinnir hún öðrum viðfangsefnum sem upp kunna að koma í samstarfi við kennara, sálfræðing, námsráðgjafa og foreldra eftir þörfum hverju sinni.

Viðtalstímar hjúkrunarfræðings eru:

mánudaga            8:30 – 13:30

þriðjudaga            8:30 – 13:30

miðvikudaga         8:30 - 13:30

fimmtudaga          8:30 – 11:00

 

Heilsugæslan er opin kl. 8-16 alla virka daga. Sími 595 1300.

Reglubundið heilbrigðiseftirlit er gert hjá nemendum í 7. og 9. bekk.

Þá er framkvæmd sjónmæling þar sem skimað er fyrir nærsýni auk hæðar- og þyngdarmælingar. Þá er einnig rætt við nemendur um heilsu og líðan þar sem áhersla er lögð á heilbrigðisfræðslu, heilbrigðishvatningu, ráðgjöf og stuðning eftir þörfum hvers og eins.

Þess reglubundan heilbrigðiseftirliti lýkur þar af leiðandi af hálfu heilsugæslunnar í 9. bekk.

Bólusetningar: Nemendur í 7. bekk eru bólusettir gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (ein sprauta MMR). Stúlkur í 7.bekk eru einnig bólusettar gegn HPV-veirum sem tengjast leghálskrappameini og eru það tvö skipti með 6 mánaða millibili. Síðasta bólusetning í grunnskóla er gegn mænuveiki, barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (ein sprauta) við 14 ára aldur, þ.e. í 9. bekk.

Eftir það þarf fólk sjálft að passa upp á að viðhalda ónæmi sínu í samráði við sinn heimilislækni og samkvæmt reglum sem landlæknisembættið gefur út hverju sinni. Einnig er fólki bent á að halda til haga ónæmisskírteinum sínum og passa upp á að þau séu rétt útfyllt, en þau þarf gjarnan að nota þegar farið er til ákveðinna landa, t.d. þegar sótt er um skólavist.

Ef nemandi þarf að taka lyf í skólanum er nemendum/foreldrum bent á að hafa samband við hjúkrunarfræðing.

Ef lús finnst í hári nemanda, vinsamlegast látið skólann vita og fylgið leiðbeiningum um framhaldið.

Nemendur og forráðamenn þeirra eru hvattir til að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing um þau mál sem þeir telja að heilsugæslan geti aðstoðað þá við.

 

Netfang:  laugalaekjarskoli@heilsugaeslan.is

Heilsugæslan er á vegum Heilsugæslunnar Kirkjusandi.
Hjúkrunarfræðingur er Melkorka Rut Bjarnadóttir.