Félagsstarf

Félagsstarf í Laugalækjarskóla er bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Félagsmiðstöðin Laugó er staðsett í húsnæði skólans og er hún hjartað í félagslífinu. Laugalækjarskóli og Laugó eiga með sér ákaflega farsælt samstarf um félagsstarf nemenda og starfrækja tvö nemendaráð í sameiningu - eitt fyrir 8. - 10. bekk og eitt fyrir 7. bekk.

Nemendaráðin hafa mikið að segja um félagsstarfið. Reynt er að byggja mikið á hugmyndum nemenda og þess gætt að sem flestir fái hlutverk við alla framkvæmd starfsins. Fjölmargar nefndir og ráð starfa árlega á vegum nemendaráðs 8. - 10. bekkjar og sér ráðið um að manna þær nefndir og halda þeim gangandi. Ennfremur er lögð áhersla á að varðveita þekkingu í nemendahópnum þannig að þeir yngri læri af þeim eldri.

Þegar tekið er þátt í stærri verkefnum eins og Skrekk, spurningakeppnum og ræðukeppnum fá nemendur hlutverk við að stjórna og þjálfa eftir því sem kostur er, þó ávallt sé leiðsögn hinna fullorðnu skammt undan. 

Einelti

Hér á síðunni er stutt fræðsla um einelti. Áætlun skólans gegn einelti er síðan ítarlegri lesning:

Myndin tengist ekki Laugalækjarskóla

Sendið afnlausa ábendingu um mögulegt einelti

 á stjórnendur og námsráðgjafa:

Tilkynna einelti  

 

Lesið

Áætlun Laugalækjarskóla
gegn einelti

 

Einelti á aldrei að líðast. Miklu máli skiptir að allir - bæði ungmenni og fullorðnir - taki alltaf afstöðu og skerist í leikinn ef þeir verða vitni af kúgun af þessu tagi.

Einelti byggir yfirleitt á einhverslags mismun. Í einelti er gerandi eða gerandur sem leitast við að draga úr virðingu þolanda með ýmsu móti. Það er eitt af algengum einkennum eineltis að þolandinn á erfitt með að verja sig.

Hvernig bregst ég við einelti?

Laugalækjarskóli hvetur alla þá sem telja sig beittan einelti að segja einhverjum traustum bandamanni frá því. HIns vegar reynist mörgum það vera erfitt. Til að koma til móts við það geta allir nemendur og foreldrar sent inn nafnlausa ábendingu um hugsanlegt einelti. Um leið og tilkynning berst verður málið athugað vandlega og þá unnið samkvæmt viðbragðsáætlun skólans gegn einelti. 

Birtingarmyndir eineltis

Hér fylgandi eru ýmsar myndir eineltis. Athugið að enginn tæmandi listi er til . Hér eru nokkur  algeng dæmi. 

  • Líkamlegt ofbeldi
  • Hótanir
  • Niðurlægingar með orðum
  • Baktal
  • Markviss útilokun frá félagsskap
  • Markviss hunsun

Takið eftir hvernig allt miðar að því að taka virðingu frá þolandanum

Hvernig byrjar einelti?

Einelti byrjar á ýmsa vegu. Til dæmis er hætt er við því að smærri atvik þróist út í einelti ef enginn mótmælir. Að gera grín að einhverjum og baktala einhvern er gjarnan upphaf eineltis hjá unglingum. Sá sem leggur í einelti finnur sér gjarnan einhverja réttlætingu á því. Þeir sem aðstoða við einelti gagnrýna ekki skýringuna. 

Hvernig viðgengst einelti?

  • Ef enginn sér til.
  • Ef enginn hefur kjark til að mótmæla eða óska eftir aðstoð. 
  • Ef einhver styður gerandann.

 

Skilgreining á einelti

Að ofansögðu er ljóst að eineltismál eru margslungin. Eineltishugtakið er því erfitt að skilgreina og hafa þó margar ágætar tilraunir verið gerðar til þess. Hér fylgjandi er ein þeirra: 

Einelti er endurtekin niðurlægjandi og/eða neikvæð framkoma sem leiðir til vanlíðunar hjá fórnarlambinu.

Staða eineltismála í Laugalækjarskóla

Með mælitækinu Skólapúlsinum fást reglulega upplýsingar um stöðu mála í Laugalækjarskóla. Þó Skólapúlsinn gefi vísbendingar um að áreiti og einelti sé fátíðara í Laugalækjarskóla en að jafnaði á landinu þá erum við ekki laus við einelti. Það vitum við af biturri reynslu. Við þurfum alltaf að vera á verði. 

Upplýsingar um einelti

 

Nemendaráð 8.-10. bekkja

nemandarad2016 2017

Í nemendaráði Laugalækjarskóla veturinn 2016-2017 sitja eftirtaldir nemendur: 

Arna Dís Heiðarsdóttir 10-A, Róbert Zdravkov Demirev 10-L, Guðríður Elísa Pétursdóttir 10-U,  Ugla Helgadóttir 10-U, Ármann Leifsson 9-L,  Sveinn Kjartan Hjartarson 9-U, Þuríður Guðrún Pétursdóttir 8-A, Jens Ingi Andrésson 8-L, Arndís Dúna Gunnarsdóttir 8-G.

Nánar má lesa um viðburði í félagsstarfinu í fréttum á vef skólans og svo á vef Félagsmiðstöðvarinnar Laugó

Nemendaráð 7. bekkjar

Nemendur 7. bekkjanna kjósa sér sérstakt nemendaráð. Ein stúlka og einn drengur eru kosin úr hverjum bekk, alls 6 nemendur. Ráðið starfar með fulltrúum skólans og fulltrúum Laugó við að skipuleggja félagsstarfið yfir veturinn. Laugó býður upp á sérstaka opnunartíma fyrir 7. bekk og nokkrum sinnum yfir veturinn eru sérstakir dansleikir fyrir 7. bekk. 

 

Nánar má lesa um viðburði í félagsstarfinu í fréttum á vef skólans og svo á vef Félagsmiðstöðvarinnar Laugó

  

Fleiri greinar...