Skip to content

Almennt um sóttkví

Skólinn þakkar öllum þeim sem fylgja fyrirmælum landlæknis og sitja í sóttkví. Með því stuðlum við að öryggi hvers annars og vinnum með yfirvöldum að almannahag. Leiðbeiningar landlæknis um sóttkví.

Hér að neðan eru stuttar ráðleggingar – fyrstu drög.

Það sem mun skipta mestu máli er hvað þú sjálf(ur) ákveður að gera.  Allt sem þú gerir - mikið eða lítið - mun hjálpa þér.

Hvað get ég gert til að stunda nám í sóttkví eða samkomubanni?

Vikuáætlun á Mentor.is er upphafsreitur allra sem vilja sinna námi að heiman.  Fylgist reglulega með fyrirmælum kennara á vikuáætlun.

 • Gerðu þér skriflega áætlun fyrir hvern dag.  Taktu fram þau verkefni sem þú ætlar að ljúka. Hafðu áætlunina hæfilega fjölbreytta, gerðu líka ráð fyrir pásum til að hvíla þig og e.t.v. nokkrum leikfimiæfingum til að sinna líkamanum. Ekki hafa of miklar áhyggjur af því að áætlunin gangi ekki alveg upp, það er samt gagnlegt og lærdómsríkt að gera sér áætlun. Smátt og smátt lærir þú að gera þér raunhæfar áætlanir og standa við þær.
 • Námsmatið á Mentor.is getur gefið þér vísbendingar um atriði sem þú vilt bæta þig í.
 • Að lesa góða bók er alltaf góður kostur.  Gefðu þér tíma daglega til að lesa í bók.
 • Smátt og smátt er skólinn að koma sér upp
 • Fræðslugátt Menntamálastofnunar inniheldur m.a. námsefni og námsbækur á vef og svo hið nýja MenntaRÚV með fræðandi sjónvarpsefni.
 • Veraldarvefurinn og ýmis smáforrit/öpp geta hjálpað þér að ná markmiðum þínum.  Vandaðu valið ef kostirnir eru margir. Góð dæmi eru eftirfarandi:
  • Skólinn er áskrifandi að Skólavefnum. Lykilorð til að nota heima við hafa verið send foreldrum í tölvupósti.
  • Stærðfræðikennsluvefurinn Studyhax með kennslumyndböndum í stærðfræði (frítt í apríl).
  • Vefurinn Sporcle með fjölmörgum gagnvirkum æfingum.

Hvað get ég gert ef skólanum verður lokað?

 • Allt ofangreint verður í fullu gildi.
 • Ef til skólalokunar kemur er gott að hafa sem mest af skólabókunum heima hjá sér. Munið einnig að á vef MMS er hægt að finna flestar skólabækur sem notaðar eru í íslenskum grunnskólum, einnig rafbækur. Skólinn mun leyfa nemendum að koma og sækja bækur á einhverjum tilteknum tíma.

Mundu að þú ert alltaf að búa þig undir framtíðina, það breytist ekki neitt þó flensa gangi yfir.