Upplýsingagátt

 • 6 H Heilsunnar

  Read more

 • Dönskuklúbbur

  danmark-flagDönskuklúbbur Norræna félagsins er ætlaður börnum á aldrinum 6 – 10 ára sem vilja viðhalda kunnáttu sinni í danskri tungu. Boðið verður upp á þjálfun í tungumálinu gegnum leiki, þrautir, lestur og spjall auk þess sem áhersla verður lögð á að kynna danskar barnabækur og aðra barnamenningu. Leiðbeinendur í dönskuklúbbnum verða nemendur í dönsku frá Háskóla Íslands.

  Dönskuklúbburinn hittist á laugardögum kl. 11:00-12:30 frá 2. febrúar og fram að páskum í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 í Reykjavík. Einhverja laugardaga í vetur mun dönskuklúbburinn heimsækja bókasafn Norræna hússins og er því mikilvægt að hafa skráð skráð barnið/börnin svo hægt sé að senda út skilaboð um breytta staðsetningu.

  Dönskuklúbburinn er ætlaður börnum sem búið hafa í Danmörku eða eiga danska fjölskyldu. Nauðsynlegt er að skrá sig í klúbbinn! Klúbburinn er ætlaður börnum félagsmanna og er þeim að kostnaðarlausu. ATH! Auðvelt er að gerast félagi í Norræna félaginu. Félagsaðild kostar aðeins 2.900 kr. á ári / 1.450 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri. Skráning fer fram í síma 551-0165 eða á netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

  Read more

 • Lýðheilsustofnun

  Read more

 • Tæling á netinu

  taeling

  Tæling á netinu-er verið að tæla barnið þitt?

  Verkefnið tæling á netinu er forvarnarverkefni styrkt af Forvarnarsjóði Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

  Hér er hægt að finna upplýsingar um hvaða aðferðir tælendur á netinu nota og hvað veldur því að börnin okkar eru eins berskjölduð og raun ber vitni gagnvart aðferðum þeirra. Einnig eru hér upplýsingar um hvað er til ráða og hvert er hægt að snúa sér til að fá frekari upplýsingar um fleira er snýr að börnunum okkar og netnotkun þeirra.  Aðstandendur verkefnisins eru Guðlaug M.Júlíusdóttir, félagsráðgjafi og Erla S.Hallgrímsdóttir, félagsráðgjafi.

  Saman hafa þær áratuga reynslu í vinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, á vettvangi opinberra stofnana, félagsmiðstöðvum og félagasamtökum, innanlands og erlendis.

  Read more

 • Vetraráætlun Strætó

  Ný vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi sunnudaginn 12. ágúst 2012.

  Sjá nánar í viðhengi.

  Read more

Prenta | Netfang