Skip to content

Í 7. og 8. bekk stendur valið milli  5 – 7 valgreina. Hver nemandi í 7. bekk stundar nám í einni valgrein í senn, 2 kennslustundir á viku. Nemendur í 8. bekk fá 2 valgreinar alls 4 kennslustundir á viku. Í sumum valgreinum er blöndun á milli árganga.
Valið fer fram í upphafi skólaárs að hausti.

Í 9. og 10. bekk velja nemendur milli 45 valgreina og stundar hver nemandi nám í 8 kennslustundum í vali yfir veturinn. Nemendur í 9. og 10. bekk blandast í valgreinum. Valið fer fram að vori fyrir skólaárið á eftir.

Allir nemendur í 9. og 10. bekk eiga að velja að minnsta kosti eina list- eða verkgrein fyrir eða eftir áramót.

Nemendur óska stundum eftir að skipta um valgreinar. Ekki er víst að hægt sé að verða við þeim óskum þannig að betra er að vanda valið. Skipti á valgreinum eru eingöngu leyfð í ágúst/byrjun september og fyrri hluta janúar.