Skip to content

Nám á unglingastigi skiptist í kjarnagreinar og valgreinar. Veturinn 2019 til 2020 verður umfang valgreina sem hér segir:

Bekkur   Kjarni    Val     Alls 
7. bekkur   33   2   35
8. bekkur   35   2   37
9. bekkur   29   8   37
10. bekkur   29   8   37

 

Í 7. og 8. bekk eru valgreinarnar 3-5 eftir stærð árganga og velja nemendur 1-2 þeirra. Hver nemandi nemandi stundar nám í einni valgrein í senn, 2 stundir í viku hverri. Hægt er að skipta um valgrein um áramót. Nemendur 7. og 8. bekkja blandast ekki mili árganga í valgreinum.

Í 9. og 10. bekk velja nemendur sér valgreinar fyrir allt skólaárið í senn, ýmist 2 eða 3 vikustundir í hverju fagi og alls 8 vikustundir yfir veturinn. Margar valgreinar eru ýmist fyrir eða eftir áramót en sumar eru heilan vetur.  Nemendur í 9. og 10. bekk blandast í valgreinum.

Nemendur velja sér greinar við lok skólaársins á undan og sækja svo valgreinar samkvæmt því allan næsta vetur. Hér að neðan eru valseðlarnir birtir, að vori fyrir 9. og 10. bekk veturinn eftir, en að hausti fyrir nemendur 7. og 8. bekkjar.

Glærusýning um valblað fyrir 9. og 10. bekk