Skip to content

Valgreinar í 7. bekk

Nemendur í 7. bekk velja sér eina valgrein, 1 tíma á viku. Valið er kynnt og fer fram í upphafi skólaársins.

 

Valgreinar í 8. bekk

Nemendur í 8. bekk velja sér 2 tíma í valgreinum á viku. Valið er fjölbreytt og er í sumum valgreinum blöndun á milli árganga í 8., 9. og 10. bekk. Valið er kynnt og fer fram að vori hjá 7. bekk fyrir skólaárið á eftir.

 

Valgreinar í 9. og 10. bekk

Nemendur í 9. og 10. bekk velja sér 5 tíma í valgreinum á viku. Valið er fjölbreytt og er í sumum valgreinum blöndun á milli árganga í 8., 9. og 10. bekk. Allir nemendur í 9. og 10. bekk eiga að velja að minnsta kosti eina list- eða verkgrein fyrir eða eftir áramót. Valið er kynnt og fer fram að vori hjá 8. og 9. bekk fyrir skólaárið á eftir.

Skipti á valgreinum eru ekki möguleg nema í undantekningartilfellum og eru eingöngu leyfð í upphafi skólaárs og um áramót.

 

 

 

 

Hér er hægt að nálgast vottorð kennara/þjálfara varðandi mat á valgreinum