Skip to content

Nemendur fá sérstaka vinnueinkunn í hverju fagi 6 sinnum yfir skólaárið. Í vinnueinkunn er leitast við að meta þætti sem ekki heyra undir hæfniviðmið í viðkomandi námsgrein heldur endurspegla ástundun og vinnuframlag nemandans á hverju tímabili. Vinnueinkunnin er birt inni á Mentor.is en hefur ekki bein áhrif á aðrar einkunnir og birtist ekki á vitnisburði nemenda. Með því að gefa vinnueinkunn nokkuð oft skapast tækifæri fyrir nemandann til að bæta sig, ásamt því að foreldrar fá skýrari upplýsingar um gang mála.

 

Vinnueinkunn er gefin á matskvarða aðalnámskrár grunnskóla (A-D) með eftirfarandi viðmiðum:

 A  Nemandi kemur sér sjálfur að verki við upphaf kennslustundar, vinnur mjög vel og hefur jákvæð áhrif á vinnuandann í bekknum. Nemandi lýkur þeirri vinnu sem óskað er, heima og í skólanum, heldur alltaf áætlun og vinnur sér jafnvel í haginn. 
  B+  
 B Nemandi kemur sér sjálfur að verki við upphaf kennslustundar og vinnur vel. Nemandi lýkur þeirri vinnu sem óskað er, heima og í skólanum, og heldur áætlun í sjálfstæðri vinnu.
  C+  
 C Nemandi vinnur stundum vel en kemur sér ekki alltaf sjálfur að verki og mætti hafa betri áhrif á vinnuanda í bekk. Hann lýkur ekki alltaf þeirri vinnu sem óskað er og nær ekki alveg að halda áætlun í sjálfstæðri vinnu.
 D Nemanda skortir frumkvæði í námi og vinnuframlagi er mjög ábótavant, bæði í skólanum og heima.

Kennurum í einstökum námsgreinum er heimilt að útfæra þennan kvarða eftir aðstæðum og viðfangsefnum.